Um kl. 12.40 í dag (16.9.2008) kom tilkynning um eld í einbýlishúsi á Laugarvatni.
Slökkvilið BÁ á Laugarvatni kom fljótlega á eldstað, kallað var á aðstoð frá Reykholti og Selfossi.
Fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins en húsið er mikið skemmt.
Engin slys urðu á fólki.
Húsráðandi hafði brugðið sér af bæ í 30 mín og kom að húsinu alelda í eldhúsi og nærliggjandi rýmum.
Rannsókn beinist að tækjum í eldhúsi varðandi eldsupptök.
Tveir dælubílar komu á staðinn, frá Laugarvatni og Reykholti, að auki fór vatnsbíll og mannskapsbíll frá Selfossi af stað en var snúið við þar sem fljótlega tókst að vinna á eldinum.
U.þ.b. 15 slökkviliðsmenn unnu að slökkvistarfi.