Eldur varð laus í eldhúsi í íbúðarblokkinni að Fossheiði 60 Selfossi um kl. 9.20 í morgun, 6.1.2011.
Lögregla og slökkvilið fóru á staðinn. Lögreglumenn höfðu brotið upp hurðina að íbúðinni sem hljóð frá reykskynjara komu frá.
Íbúar í húsinu urðu varir við lygt og reyk frá mannlausri íbúðinni.
Lögreglumaður var með léttvatnstæki með sér og beindi því að eldinum sem var kominn í innréttinguna í eldhúsinu.
Eldurinn slökknaði og slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina og stigaganginn á þessari tveggja hæða blokk.
Sennilegt þykir að kviknað hafi í út frá kerti sem logaði á borðinu.
Myndir: Magnús Hlynur Heiðarsson
Lögregla og slökkvilið fóru á staðinn. Lögreglumenn höfðu brotið upp hurðina að íbúðinni sem hljóð frá reykskynjara komu frá.
Íbúar í húsinu urðu varir við lygt og reyk frá mannlausri íbúðinni.
Lögreglumaður var með léttvatnstæki með sér og beindi því að eldinum sem var kominn í innréttinguna í eldhúsinu.
Eldurinn slökknaði og slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina og stigaganginn á þessari tveggja hæða blokk.
Sennilegt þykir að kviknað hafi í út frá kerti sem logaði á borðinu.
Myndir: Magnús Hlynur Heiðarsson