þriðjudagurinn 30. september 2008

Eldur í fjósi í Rangárvallasýslu

Vísir, 30. sep. 2008 11:11

Bruninn mikið áfall

mynd Úr myndasafni. MYND/GVA Horfa á myndskeið með frétt

Ágúst Rúnarsson, bóndi í Vestra-Fíflholti í Landeyjum, segir gríðarlegt tjón hafa orðið þegar um 140 af 200 nautgripum í útihúsum á bænum drápust í bruna í morgun.

Bílstjóri skólabíls sá reyk leggja frá húsinu um klukkan sjö í morgun. Kallað var á allt tiltækt slökkvilið úr Rangárvallasýslu en ekki tókst að afstýra miklu tjóni. Fjölskyldan að Vestra-Fíflholti var heima þegar eldurinn kom upp og aðspurður segir Ágúst að bruninn sé mikið áfall.

Þá segist hann ekki vera farinn að skoða hvernig tryggingamálum sé háttað en lögregla er nú á vettvangi að rannsaka eldsupptök. Grunur beinist að rafmagni. Sem fyrr segir voru um 200 nautgripir í útihúsunum sem aldir voru til kjötframleiðslu. Aðspurður segist Ágúst ekki vita hvort hann haldi áfram nautgriparæktinni.  Heimild: Vísir .is