Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu brugðust við útkalli í morgun vegna elds í garðyrkjustöð í uppsveitum Árnessýslu. Eldur hafði kviknað í gróðurhúsi en áfast gróðurhúsinu er íbúðarhús.
Talsverðar skemmdir urðu vegna elds og reyks en ekki hefur enn verið staðfest hver upptök eldsins voru.
Slökkviliðsmenn frá slökkvistöðvum BÁ í Reykholti og Laugarvatni voru sendir á vettvang.