Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Laugarvatni fóru í útkall að sumarhúsi vegna elds í gasgrilli og sólpalli í gær sunnudaginn 12.júlí.

Málsatvik voru þannig að eldur virðist hafa komist undir grillið og að gaskút sem lak gasi við stútinn. Eldurinn læsti sig í klæðningu og sólpall við grillið. Húsráðandi var búin að ráðast að eldinum með handslökkvitæki en náði ekki að slökkva vegna gaslekans.

Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins á skammri stundu eftir að þeir mættu á staðinn þannig að ekki fór verr. Óverulegar skemmdir urðu á eignum.