laugardagurinn 11. apríl 2009

Eldur í gólfklæðningu að Hoftúni Stokkeyri

Hoftún við Stokkeyri
Hoftún við Stokkeyri
1 af 8
Slökkviliðið var kallað út á tíunda tíimanum í morgun vegna elds í gólfklæðningu að bænum Hoftúni við Stokkeyri.
Eigandinn var að hefja vinnu við að kæða húsið með pappa og við það notaði hann gaslampa. Eldur úr honum læsti sig í pappa undir gólfinu og varð af töluvert bál. Hann bað um aðstoð slökkviliðs sem kom fljótt á staðinn og slökkti eldinn.
Fyrstir á staðinn voru slökkviliðsmenn sem búsettir eru á Stokkseyri , þar er einn slökkvibíll staðsettur. Slökkviliðsmenn frá Selfossi komu einnig á staðinn á fjórum bílum Brunavarna Árnessýslu. Ekki varð af þessu miklar skemmdir aðrar en þær að húsið fylltist af svörtum reyk frá pappanum og verður án efa töluverð lykt af þeim sökum í öllum innanstokksmunum.
Konan á bænum var í sturtu þegar eldurinn blossaði upp. Hún hraðaði för úr sturtunni og greip með sér tölvuna á bænum og veski sitt og kom sér fyrir í bíl þeirra hjóna. Líklegt er að þau hjón geti ekki dvalið í húsinu fyrr en búið er að hreinsa og lyktareyða húsið.