laugardagurinn 2. ágúst 2008

Eldur í gróðri á Þingvöllum

Mynd tekin á vettvangi í fyrr í kvöld
Mynd tekin á vettvangi í fyrr í kvöld

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna elds í gróðri í nágrenni við Kárastaði hjá Þingvöllum nú undir kvöld. Vegna takmarkaðra upplýsinga var ákveðið að senda dælubíla frá Selfossi og Laugarvatni og að auki tankbíl frá Selfossi. Þá var einnig sendur auka mannskapur. Þegar slökkvilið kom loks á vettvang var mönnum snúið við að hluta þar sem um minniháttar eld var að ræða.