Pétur Pétursson þriðjudagurinn 2. júní 2015

Eldur í gróðri við Þjórsárdalsveg 1.6.2015

Eldur í gróðri við Þjársárdalsveg

Eldur kviknaði í gróðri við vegamót Skeiða og Hrunamannavegar og Þjórsárdalsvegar um klukkan 16:00 mánudaginn 1. Júní 2015.

Eldurinn logaði sunnan við Þjórsárdalsveg og var því skógrækt ekki í hættu. Vegna kalds veðurfars hefur gróður ekki náð sér mikið á strik og er því enn mikið um sinu í sveitum landsins. Af þeim sökum  er enn umtalsverð eldhætta víða í náttúrunni. Veðrið var einnig með þeim hætti að full ástæða var til þess að bregðast rösklega við þar sem þurrt var og nokkuð hvasst.


Slökkviliðsmenn frá stöð Brunavarna Árnessýslu í Árnesi voru kallaðir til og slökktu þeir eldinn rösklega.


Ljóst er að upptök eldsins voru frá málmhlut en þarna hafði hluti úr bremsuskál bifreiðar brotnað af og kastast út í vegöxl. Þar sem kjör aðstæður voru til staðar kviknaði út frá þessu eldur eins og frá er greint hér á undan.