Í gær, 15.4., var slökkvilið BÁ í Þorlákshöfn kallað út af Neyðarlínunni þar sem eldur hafði brotist út í handavinnudeild grunnskólans í Þorlákshöfn.
Liðsmenn í Þorlákshöfn fóru á staðinn og liðsmenn á Selfossi fóru í viðbragðsstöðu.
Um var að ræða eld í papparúllu sem stóð of nærri brennsluofni sem var í notkun.
Vatnsúðakerfi skólans fór í gang og einn stútur náði að slökkva eldinn.
Slökkviliðið reykræsti en töluverður reykur varð af þessum eldi.