miðvikudagurinn 9. júlí 2014

Eldur í hesthúsi á Eyrarbakka.

Myndir frá Guðmundi Karli og Kristni Kragh.
Myndir frá Guðmundi Karli og Kristni Kragh.
1 af 6
Fyrir hádegi í gær (8.8.2014 kl. 11.00) komu boð frá Neyðarlínunni þess efnis að eldur logaði í hesthúsi á Eyrarbakka.
Aðalbíll liðsins á Selfossi fór fullmannaður á staðinn. Aðkoman var frekar ljót þar sem húsið var nánast alelda.
Fólk var ekki í húsinu eða hafði verið þegar kveyknaði í. Nokkrar hænur voru í kró í húsinu og tókst að bjarga flestum út.
Slökkvistarf tók fljótt af og ekki kom til þess að verja þyrfti nærliggjandi hesthús.
Eldsupptök eru ekki ljós, rafmagn er þó það helsta sem mönnum dettur í hug að sinni.