Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu brugðust við útkalli vegna elds í jeppabifreið rétt austan við Selfoss í hádeginu í dag.
Svo virðist sem olía hafi sprautast á pústgrein bifreiðarinnar undir vélarhlífinni frá götóttri slöngu með þeim afleiðingum að eldur kveiknaði.
Ekki var slökkvitæki í bílnum en vegfarandi á öðrum bíl brást skjótt við og slökkti eldinn með slökkvitæki úr sinni bifreið.
Slökkviliðsmenn aftengdu geyma bifreiðarinnar er þeir mættu á staðinn og gengu úr skugga um að ekki leyndist frekari eldur í bílnum.