mánudagurinn 31. maí 2010

Eldur í mjölgeymslu MS Selfossi

Mánudagur 31. 5. 2010
Kl. 17.37 í dag kom útkall á slökkviliðið á Selfossi þess efnis að reyk legði út úr mjölgeymslu MS (MBF) á Selfossi.
MS er staðsett austast í Selfossbæ, athafnasvæði mjólkurbúsins.
Allt tiltækt lið á Selfossi fór á staðinn.
Ekki reyndist um mikinn eld að ræða er töluverður reykur var í geymsluturninum sem er c.a. 20 metra hár.
Nú, kl. 18.20 stendur reykræsting yfir.