Pétur Pétursson föstudagurinn 10. júlí 2015

Eldur í parhúsi á Selfossi fimmtudaginn 9.júlí

1 af 2

Eldur kom upp í parhúsi á Selfossi í gær fimmtudaginn 9.júlí. Málsatvik voru þau að börn voru að hita sér mat í örbylgjuofni á plastdisk og höfðu matinn heldur lengi í ofninum. Afleiðingarnar voru þær að eldur kviknaði í ofninum.

Búið var að slökkva eldinn þegar að slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi mættu á staðinn. Þeir aðstoðuðu hinsvegar við reykræstingu og gengu úr skugga um að ekki leyndist glóð í eldhúsinnréttingunni með hitamyndavél.

 

Þess ber að geta að meðfylgjandi mynd er ekki af vettvangi.