Pétur Pétursson þriðjudagurinn 23. febrúar 2016

Eldur í parhúsi á Selfossi laugardaginn 20.febrúar

1 af 4

Eldur kom upp í bílskúr í parhúsi á Selfossi um hálf þrjú síðdegis síðastliðin laugardag. Nokkur eldur var í húsnæðinu þegar að slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Selfossi komu á vettvang en reykkafarar slökkviliðsins voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins.

Talið er að kviknað hafi í útfrá rafmagni en Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.