Eldur kviknaði í parhúsi í Reykholti 2.6.2015
Brunavörnum Árnessýslu bárust boð frá Neyðarlínu um klukkan 12:30 í dag um eldi í parhúsi í Reykholti en nágranni hafði orðið eldsins var. Eldurinn var bundin við eitt herbergi í húsnæðinu þar sem opin gluggi var. Nágranninn brást hratt við og lokaði glugga rýmisins er hann sá hvers eðlis var. Má leiða af því líkum að þetta hafi dregið verulega úr útbreiðslu eldsins þar sem súrefnisþurrð í rýminu dró verulega úr mætti hans.
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Reykholti, Flúðum og Laugarvatni voru boðaðir á staðinn. Slökkviliðsmenn BÁ frá Reykholti voru fyrstir á staðinn og réðu þeir niðurlögum eldsins snarlega.
Segja má að snör viðbrögð nágrana og vasklega framganga slökkviliðsmanna hafi forðað miljóna tjóni í þessu útkalli svo ekki sé talað um allt það tilfinningalega tjón sem fólk getur orðið fyrir við atburði sem þessa.