föstudagurinn 24. desember 2010

Eldur í potti í Birkigrundinni á Selfossi

Reykkafaranum hjálpað inn um gluggann.
Reykkafaranum hjálpað inn um gluggann.
1 af 4
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út um klukkan 13:00 vegna boða um svartan reyk sem legði frá parhúsi við Birkigrundina á Selfossi. Þegar liðið kom á staðinn var mikill reykur inn í húsinu. Slökkviliðsmenn sáu pott á hellu og reykinn lagði frá honum.
Reykkafara var hjálpað inn um opnalega fagið á eldhúsglugganum með loftkútum og öllu tilheyrandi sem reykkafarar nota. Um leið og hann hreyfði við pottinum blossaði eldurinn upp. Hann kom þá logandi pottinum út um gluggann sem hann kom inn um.


Engin var í húsinu, húsráðendur brugðu sér af bæ og uggðu ekki að pottinum sem gleymdist hafði á hellunni. Nú er unnið að því að reykræsta húsið ásamt því að sett verður inn tæki sem jónar reykinn og lágmarkar lyktina. Vonandi geta húsráðendur haldið jól í húsinu í kvöld.
Það má segja með réttu að mjög vel fór í þetta sinn og færa fyrir því rök að Gluggagægir og Pottasleikir hafi sameinast í einum reykkafara....eða þannig.
Ljósmyndir: Magnús Hlynur Hreiðarsson