fimmtudagurinn 18. desember 2008

Eldur í pressugámi við Sorpstöðina Selfossi

 

Kl. 13.10 í dag. (18.12.2008) kom útkall frá Neyðarlínunni til slökkviliðs BÁ á Selfossi þess efnis að eldur logaði glatt í pressugámi við sorpstöðina í Hrísmýri.

Slökkviliðsmenn á fyrsta dælubíll ásamt vatnsbíl fóru á staðinn fljótlega eftir útkallið.

Fyrir var varðstjóri liðsins kominn á vettvang og stjórnaði hann aðgerðum.

Vel gekk að slökkva eldinn.  Ekki er vitað um upptök hans.
Myndir: Slökkviliðsmenn , Sunnlenska fréttablaðið