Kl. 07.43 í morgun kom boð frá Neyðarlínu um eld í ruslagám við verslun Samkaup á Selfossi. 2 slökkvibílar (dælubíll og tankbíll) fóru á staðinn, slökkvistarf gekk vel og engin hætta var á útbreiðslu þar sem gámurinn stóð í talsverðri fjarlægð frá byggingum.