Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi voru boðaðir út rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna elds í ruslagám.
Nokkur eldur var í gámnum þegar slökkvilið mætti á staðinn en greiðlega gekk að slökkva.
Nokkuð líklegt er talið að um íkveikju sé að ræða.