fimmtudagurinn 7. janúar 2010

Eldur í ruslagámi við Fossnesti Selfossi

Svona getur farið út frá litlum loga.......
Svona getur farið út frá litlum loga.......
Kl. 20.10 í kvöld bað Neyðarlínan um aðstoð slökkviliðsins við að slökkva í eldi sem logaði úr ruslagámi við Fossnesti á Selfossi.
Slökkviliðsmenn á tveimur bílum fóru á staðinn og komu að skíðlogandi gámnum.
Slökkt var í honum fljótt og vel.
Töluverðar skemmdir urðu á gámnum.
Það er mjög slæmur leikur að kveikja þessa elda.
Viðbragðsaðilar þurfa svo sannanlega að eiga frí frá svona vinnu.
Það er aldrei að vita til hvers svona hrekkur leiðir, eldur getur færst í hús þar sem t.d. börn og fullorðnir eru í hættu.
Eldur er dauðans alvara !!!!!!