Pétur Pétursson miðvikudagurinn 5. júní 2019

Eldur í spenni á Nesjavöllum 05.06.2019

1 af 2

Brunavörnum Árnessýslu bárust boð um að eldur væri í spenni í Nesjavallavirkjun laust eftir klukkan tíu í morgun. Talsvert viðbragð var viðhaft vegna útkallsins en mikið getur verið í húfi ef upp kemur eldur í mannvirkjum sem þessu. 

Betur fór en á horfðist og höfðu starfsmenn Orku Náttúrunnar ráðið niðurlögum eldsins áður en slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu komu á staðinn. 

Slökkviliðsmenn gengu úr skugga um að ekki væri hætta á að eldurinn tæki sig upp aftur en hurfu svo á braut. 

Tjón er minniháttar miðað við aðstæður og virðist einungis spennirinn vera skemmdur eftir brunann.