fimmtudagurinn 19. janúar 2017

Eldur í strætó

1 af 2

 

 

Seinnipartinn í gær barst tilkynning til Brunavarna Árnessýslu  um eld í strætó á áætlun í Biskupstungunum. 

Reykholtsstöðin og Flúðastöðin voru boðaðar út. Til allrar lukku voru engir farþegar um borð og var bílstjórinn búinn að slökkva með slökkvitæki sem að staðsett er í strætó þegar slökkvibílar komu á vettvang. 

Góð vísa um mikilvægi slökkvitækja og kunnátta í meðferð þeirra er aldrei of oft kveðin.