sunnudagurinn 24. ágúst 2008

Eldur í sumarbústað í Ásgarðslandi

Mynd: Egill Bjarnason/Sunnlenska
Mynd: Egill Bjarnason/Sunnlenska
1 af 2

Heimild: visir.is

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laust fyrir klukkan hálf níu á föstudagskvöldið eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í sumarbústað í Ásgarðslandi í Grímsnesi. Þar sem slökkviliðsmenn á helgarvakt voru við æfingar á stöðinni á Selfossi var viðbragðstími mjög skammur og voru sendir tveir dælubílar auk tankbíl á vettvang.

Eldurinn kom upp í sumarhúsi sem er í byggingu og þegar slökkvilið kom á vettvang logað enn inni í húsinu. Fjótlega náðist þó tak á eldinum og var hann slökktu á skömmum tíma. Töluverðar skemmdir urðu vegna elds, reyks og vatns en eldsupptök eru ókunn.