föstudagurinn 10. apríl 2015

Eldur í sumarhúsi í Miðdal

Geymsluskúrinn þar sem eldurinn átti upptök.
Geymsluskúrinn þar sem eldurinn átti upptök.
1 af 4
Slökkvilið Bruanavarna Árnessýslu var kallað út í síðustu viku vegna eldboðs frá Neyðarlínu þar sem fram kom að eldur væri í sumarhúsi í Miðdal í Bláskógabyggð. Húsið er á svo kölluðu prentaralandi. Slökkviliðsmenn frá Laugarvatni fengu fyrsta boð, síðan var boð sent á Reykholtsmenn og einnig á Flúðamenn.
Slökkviliðsmenn í Árnesi voru settir í viðbragðsstöðu þar sem búið var að rýra styrk slökkviliðsins á svæðinu vegna útkallsins.
Að auki kom liðsstyrkur frá Selfossi.

Það var vegfarandi sem sá reyk koma frá geymsluskúr sem áfastur er við sumarhúsið. Hann tilkynnti til neyðarlínunnar, 112.
Þegar slökkviliðið kom á vettvang var strax gengið í það að rjúfa vegg á austurhlið hússins.
Sem betur fór náði eldurinn ekki að magnast mikið og fyrirliggjandi að slökkviliðsmenn mættu á ögurstundu.
geymsluskúrinn eyðilagðist og skemmdir urðu á vegg og þaki þar sem slökkviliðsmenn rufu leið að eldinum.
Húsið skemmdist ekki að öðru leiti og allt þetta bætanlegt.
Enn og aftur sannast að gott viðbragð og vel þjálfað slökkvilið áorkar miklu.