sunnudagurinn 10. október 2010

Eldur í súrheysturni

Kl. 11:27 í dag var slökkvilið BÁ á Selfossi kallað út vegna elds í súrheysturni á bænum Kjartansstöðum í Flóahreppi. Þegar komið var á staðinn reyndist lítið hey vera í turninum en talsvert magn af rúllubaggaplasti. Slökkvistarf gekk hægt en vel, og var því lokið upp úr kl. 15:00. 8 menn fóru á staðinn með dælubíl ásamt tankbíl.