mánudagurinn 16. febrúar 2015

Eldur í þaki 700 m2 iðnaðarhúss á Selfossi

Bílar slökkviliðsins samtengdir.
Bílar slökkviliðsins samtengdir.
15.2.2015 
Tilkynnt var um eld í húsnæði bílasölunnar Bílvals á Selfossi rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað til auk slökkviliðsins í Hveragerði, sjúkraflutningamanna og lögreglu.


Tókst að slökkva eldinn á fimmtán til tuttugu mínútum,

Eldur var í þaki og við útvegg hússins sem talið er að hafi kviknað út frá rafmagni. Húsið verið mannlaust þegar eldurinn kom upp.

Tjónið er sennilega ekki verulegt. Það þar að endurnýja einhverja veggi. Það tókst alveg örugglega að afstýra stórum og miklum eldi með snarræði, góðum tækjakosti og góðum mönnum.