fimmtudagurinn 19. maí 2011

Eldur í þvottavél

Kl 19:34 í kvöld fékk slökkvilið BÁ á Selfossi F2-útkall frá Neyðarlínu þess efnis að eldur logaði í þvottavél í íbúð í fjölbýlishúsi við Álftarima á Selfossi. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði húsráðendum tekist að slökkva eldinn, slökkviliðið reykræsti íbúðina. Íbúum varð ekki meint af. Er þetta góð áminning um hvað nauðsynleg heimilistæki geta verið varasöm.