mánudagurinn 7. júlí 2014

Eldur í tölvuveri FSu Selfossi

Íþróttahús Fjölbrautarskóla Suðurlands, Iða.
Íþróttahús Fjölbrautarskóla Suðurlands, Iða.
S.l. föstudag, 4. júlí kl. 16.30 var hringt á slökkvistöðina þar sem ungur maður sagði að hann væri staddur í Íþróttahúsinu iðu á Selfossi (Íþróttahús FSu.) Hann væri einn í húsinu og viðvörunarkerfið væri í gangi. Hann var ekki viss varðandi lestur á þeim upplýsingum sem fram kæmu á viðvörunarkerfinu en hann væri var við torkennilega lykt en sæi ekki reyk.
Varðstjóri Brunavarna Árnessýslu fór þegar á staðinn og las á kerfið. Um var að ræða viðvörun frá tölvuveri skólans.
Þar logaði í tölvubúnaði. Slökkviliðið var þegar kallað út og náðu þeir strax tökum á vandamálinu.
Reykræst var í lok aðgerða.
Töluvert tjón varð á búnaði og einhver af reyk.