Pétur Pétursson þriðjudagurinn 25. október 2016

Eldur í útihúsi á Stokkseyri 23.10.2016 

1 af 2

Boð bárust frá Neyðarlínu til Brunavarna Árnessýslu um að eldur væri í útihúsi á Stokkseyri síðastliðið sunnudagskvöld. Þegar slökkvilið kom á vettvang kom í ljós að um væri að ræða lítinn geymsluskúr við Eyrarbraut. Ekki reyndust aðrar byggingar úr hættu og því var dregið nokkuð úr viðbragði. 

Eldsupptök eru ekki ljós á þessari stundu en rafmagn var ekki tengt við skúrinn.