1 af 3

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Hveragerði voru kallaðir út á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna elds í bifreið. 

Um var að ræða númerslausa bifreið sem ungir ökumenn voru að aka í gryfjunum þegar að eldurinn kom upp. Ekki urðu slys á fólki við atvikið. 

Slökkviliðsmenn slökktu eldinn hratt og örugglega eftir að þeir komu á vettvang en bifreiðin er gjör ónýt.