Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Flúðum fengu boð um eld í einbýlishúsi í dreifbýli síðastliðinn föstudag 1.apríl. Eldur hafði kviknað í potti á eldavél við eldamennsku.

Húsráðandi hafði náð að slökkva eldinn áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn og hlaust því ekki mikið tjón af miðað við það sem hefði getað orðið.

Húsráðandi naut aðhlynningar sjúkraflutningamanna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna gruns um reykeitrun.

Meðfylgjandi mynd er ekki frá þessum vettvangi.