1 af 2

Brunavörnum Árnessýslu bárust boð frá Neyðarlínu 112, laugardagskvöldið 4.júlí um að eldur hefði kviknaði í uppþvottavél í sumarhúsi Grímsnesi. Slökkviliðsmenn frá slökkviliðseiningu BÁ á Laugarvatni voru sendir á staðinn. Þegar þeir komu á staðinn voru húsráðendur þegar búnir að slökkva eldinn með slökkvitæki. Slökkviliðsmenn aðstoðuðu við reykræstingu og gengu úr skugga um að hvergi leyndist glóð svo fólk gæti dvalist áfram í húsinu.

 

Eldurinn virðist hafa kviknað út frá stjórnborði vélarinnar en útköll af þessu tagi eru ekki einsdæmi hjá Brunavörnum Árnessýslu og því vert fyrir fólk að huga að þessum málum í húsum sínum.

 

Í þessu tilfelli brugðust húsráðendur hárrétt við og náðu að slökkva eldinn með slökkvitæki áður en verr fór.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá umrædda uppþvottavél.