Kl. 13.06 í dag, 17.apríl 2012 komu boð frá Neyðarlínu, 112, þess efnis að eldur væri laus í bílskúr að Baugstjörn 35.
Um væri að ræða eld í lítilli íbúð sem innréttuð er í bílskúrnum.
Engin íbúi var í húsinu en póstburðakona sem átti leið um varð vör við eldinn og sá að um alvarlegt ástand væri að ræða sem bregðast þyrfti skjótt við.
Hún tilkynnti neyðarlínunni um stöðu mála.
Samhliða þessu hleypti póstburðarkonan Selma heimilishundinum út en hann var einn heima.
Slökkviliðið var komið á staðinn 3-5 mín eftir tilkynninguna og tókst reykköfurum liðsins að hefta eldinn og koma í veg fyrir að hann bærist í einbýlishúsið sem var áfast bílskúrnum.
Eldurinn kom upp í herbergi þessarar litlu íbúðar í skúrnum.
Leiða má líkum að hann hafi komið upp í rafbúnaði.
Um væri að ræða eld í lítilli íbúð sem innréttuð er í bílskúrnum.
Engin íbúi var í húsinu en póstburðakona sem átti leið um varð vör við eldinn og sá að um alvarlegt ástand væri að ræða sem bregðast þyrfti skjótt við.
Hún tilkynnti neyðarlínunni um stöðu mála.
Samhliða þessu hleypti póstburðarkonan Selma heimilishundinum út en hann var einn heima.
Slökkviliðið var komið á staðinn 3-5 mín eftir tilkynninguna og tókst reykköfurum liðsins að hefta eldinn og koma í veg fyrir að hann bærist í einbýlishúsið sem var áfast bílskúrnum.
Eldurinn kom upp í herbergi þessarar litlu íbúðar í skúrnum.
Leiða má líkum að hann hafi komið upp í rafbúnaði.
Myndir sem fylgja þessari frétt fengum við hjá Magnúsi Hlyn