Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var hleypt af stokkunum í dag í Grunnskólanum í Hveragerði. Ártakið er árvisst en að þessu sinni hófst það í Árnessýslu sem var okkur hjá Brunavörnum Árnessýslu mikið gleðiefn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Eldvarnaátakið hófst í Grunnskólanum í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, tók þátt í því með starfsmönnum Brunavarna Árnessýslu að fræða börnin í þriðja bekk um eldvarnir. Að því búnu var haldin rýmingaræfing í skólanum og heppnaðist rýmingin mjög vel. Skólinn var rýmdur á innan við þremur mínútum og búið var að gera grein fyrir öllum nemendum og starfsfólki á söfnunarsvæði innan sex mínútna. Að því búnu fékk starfsfólk og gestir að spreyta sig á að slökkva eld. Auk slökkviliðs voru á staðnum fulltrúar Lögreglunni á Suðurlandi og sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands.