1 af 2

Eldvarnaeftirlitsmenn Brunavarna Árnessýslu eru nú um þessar mundir að heimsækja alla elstu bekki leiksóla sýslunnar til þess að fræða börnin um brunavarnir og slökkvilið.

 Verkefnið ber heitið Logi og Glóð og er unnið á landsvísu. Markmið verkefnisins er að veita börnunum fyrstu fræðslu um eldvarnir og stuðla að bættum eldvörnum bæði í leikskólunum og á heimilum barnanna.

 Hér fyrir neðan er slóð á síðu Brunabótafélags Íslands þar sem nánar er greint frá Verkefninu.

http://www.brunabot.is/forvarnir_logi_og_glod.html