Árvegur 1 Selfossi, ný slökkvistöð, í byggingu 2009
Árvegur 1 Selfossi, ný slökkvistöð, í byggingu 2009
Enn tefst að slökkviliðið flytji í nýja slökkvistöð

Ljóst er að tafir verða á flutningi slökkviliðsins í nýja slökkvistöð að Árvegi 1. Selfossi.
Forráðamenn eigenda hússins, Sveitarfélagsins Árborgar hafa tekið þá ákvörðun að bjóða út þá verkþætti sem eftir er að framkvæma til að mögulegt sé að leigja húsið út.
Fram hefur komið að kostnaður við þessa verkþætti eru heldur meiri en upphaflega var settur fram og því talið ekki annað fært en bjóða út verkþættina.
Fyrst er verkfræðiþátturinn boðin út, síðan framkvæmdaþátturinn.
Framkvæmda- og veitusvið Árborgar sér um þá vinnu sem að þessu snýr.
Formaður sviðsins boðaði því þá leiguaðila sem þegar hefur verið samið við til fundar og var farið yfir stöðu mála.
Brunavarnir Árnessýslu munu leigja rúmlega 1100 fermetra í húsinu, Heilsugæsla Suðurland mun leigja rúmlega 500 fermetra undir sjúkraflutninginn. Björgunarfélag Árborgar höfðu ætlað sér rúmlega 1100 fermetra þegar þeir stóðu að byggingu hússins, eftir er að semja við félagið um þá fermetra sem þeir munu leigja í húsnæðinu, eða aðra kost.

 

Minnispunktar frá fundi 16.11.2010.::

 

 

Fundur um stöðu mála varðandi lokafrágang á húsnæði
Sveitarfélagsins Árborgar að Árvegi 1 Selfossi
.
Formaður Framkvæmda- og veitusviðs Árborgar var fundarboðandi

 

Minnispunktar frá fundi 16-11-2010


Mætt:
Magnús Skúlason Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Ármann Höskuldsson Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Kristján Einarsson Brunavarnir Árnessýslu
Pétur Pétursson Brunavarnir Árnessýslu
Elfa Dögg Þórðardóttir Sveitarfélagið Árborg, form. Framkv.sv.
Ásta Stefánsdóttir Sveitarfélagið Árborg
Guðmundur Elíasson Sveitarfélagið Árborg

 

Elfa Dögg upplýsti um að ákveðið hefur verið að bjóða út þá verkþætti sem eftir eru til að klára bygginguna.

Það kemur til með að seinka afhendingu húsnæðisins til leigutaka um einhvern tíma.

Afhending til leigutaka 1. desember n.k. væri því ekki lengur inn í myndinni

Rætt var um frestun um tvo til þrjá mánuði

Kristján Einarsson taldi töfina ekki afgerandi fyrir BÁ, hann mun senda minnispunkta frá fundinum til fulltrúaráðsmanna BÁ.
Fulltrúar HSU sögðu frá að nk föstudag þurfi þeir að svara núverandi leigusala varðandi flutning.

Ef dagsetning fyrir væntanlegan flutning liggi ekki fyrir þurfi HSU að gera leigusamning til 6 mánaða.

Rætt var um möguleika á að sjúkraflutningar flytji inn í Björgunarmiðstöðina áður en hún verði fullkláruð og ákveðið var að Ármann, Pétur og Guðmundur hittist kl 08:00 17.11. til að skoða hvað þurfi til að svo megi verða.

(Guðmundur Elíasson ritaði minnispunkta, Elfa og Kristján lásu yfir)