sunnudagurinn 5. júlí 2009

Fangavaktin

Á dögunum komu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu að tökum um þá félaga Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel, í nýrri þáttaröð um þá sem nefnist Fangavaktin en það er framhald Næturvaktarinnar og Dagvaktarinnar sem notið hafa gríðarlegra vinsælda að undanförnu. Hvert hlutverk slökkviliðsins er kemur í ljós þegar Fangavaktin verður frumsýnd á Stöð 2 í september næstkomandi.