1 af 2

Fjallaskálaskoðun 

Gistirúm á hálendi Árnessýslu eru 734

Í gær fóru tveir fulltrúar frá Eldvarnaeftirliti Brunavarna Árnessýslu,  og einn frá byggingarfulltrúa inn á hálendi sýslunnar til að skoða eldvarnir í nokkrum gistiskálum sem þar eru.

Þetta er önnur ferð inn á fjöllin í þessum tilgangi á þessu ári.

Í 43 skálum er seld gisting ,  heildarfjöldi rúma 734.

Ástand skála er mismunandi en eigendur bregðast ávalt vel við athugasemdum og lagfæra það sem aflaga er.  Það er mikil vinna að skoða alla þessa skála sem eru dreifðir um hálendið, næsta vor nær eftirlitið að ljúka þessu átaki.

Meðfylgjandi eru myndir af fegurð fjallana og einum eftirlitsmanninum, Snorra Baldurssyni, en hann slóst í för í þessa ferð með fyrrverandi félögum sínum frá Brunavörnum Árnessýslu.