þriðjudagurinn 13. nóvember 2012

Fjölnota hjálmur slökkviliðsstjórans - Gömul saga.

Hilmar Einarsson og hans kona, Berglind Pálmadóttir
Hilmar Einarsson og hans kona, Berglind Pálmadóttir
1 af 3
Einn öflugasti slökkviliðsstjóri landsins hér á árum áður var án efa Hilmar Einarsson, fv. slökkviliðsstjóri liðsins á Laugarvatni.
Einu sinni kom upp sinueldur rétt við Brúará sem rennur um uppsveitir Árnessýslu.
Hilmar og félagar fóru á Beddanum (Bedford módel 1973) á staðinn og allt var dregið út og slökkvistarf hófst.
Beddinn stóð við Brúará og dælt var upp úr ánni til að fæða slöngur slökkviliðsmanna sem voru tvist og bast um sinuna að kæfa eldinn. Pústið á Beddanum kveikti hinsvegar í sinunni sem var aftan við bílinn og tók að loga töluvert.
Hilmar, sem stóð við dæluna, tók að hrópa á sína menn. Þeir heyrðu ekki í foringjanum, voru í sínum heimi við slökkvistörfin.
Allar slöngur uppteknar og ekkert tiltækt til slökkvistarfa nema hjálmur slökkviliðsstjórans sem fékk nú nýtt hlutverk.
Hilmar slökkti eldinn í fjölmörgum ferðum í Brúará þannig að sinueldurinn komst ekki aftan að slökkviliðsmönnunum.
S.s. slökkviliðsstjórinn Hilmar og f.v. byggingafulltrúi uppsveita Árnessýslu lætur ekkert koma sér á óvart.