Síðastliðna helgi 13-15 nóvember, fóru fjórir slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á þjálfunarstjóranámskeið Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunnar. Námskeiðið var haldið í Reykjanesbæ og stóð frá hádegi á föstudegi til sunnudagskvölds. Samkvæmt reglum Mannvirkjastofnunnar mega þeir einir kenna (þjálfa), slökkviliðsmenn í yfirtendrunargámum sem lokið hafa þjálfunarstjóranámskeiði Brunamálaskólans.

Það er skemmst frá því að segja að okkar menn kláruðu námið með sóma og eru nú komnir sem góð viðbót í flottan hóp leiðeinenda Brunavarna Árnessýslu.