mánudagurinn 15. júní 2009

Flotinn bónaður

Kristinn L Karlsson með tvistinn á lofti
Kristinn L Karlsson með tvistinn á lofti

Síðustu daga hafa slökkviliðsmenn þrifið og bónað allan bílaflota liðsins þar sem það styttist í 17. júní. Það hefur verið hefð til fjölda ára að þrífa bílaflotan extra vel þar sem bílar liðsins og tækjabúnaður ásamt mannskap er kynntur fyrir almenningi. Í ár verður öllu til tjaldað og ljós að fólk má ekki missa af því sem verður í boði á lóð Hótel Selfoss n.k. miðvikudag.