Pétur Pétursson mánudagurinn 19. nóvember 2018

Flottir kallar í námi

1 af 3

Þessir flottu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu eru um þessar mundir í námi Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunar fyrir slökkviliðsmenn í fullu starfi. Náminu er skipt upp í nám fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn og svo fyrir slökkviliðsmenn í fullu starfi en það er talsvert lengra en hið fyrrnefnda. Allir eru þeir búnir að klára nám fyrir hlutastarfandi menn en þá þyrsti í meiri fróðleik og þjálfun til þess að mæta enn betur þeim krefjandi aðstæðum sem oft á tíðum skapast í störfum slökkviliðsmanna. 

Námið fer að mestu leiti fram í Reykjavík hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en núna eru nemendur í nokkra daga í kennslu hjá sínum heimaliðum. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá slökkviliðsmennina með leiðbeinendum fara yfir hlutverk, skipulag og búnað stjórnanda reykkafara og búnað reykkafara.