Brunahani í Árborg, ný málaður.
Brunahani í Árborg, ný málaður.

Hver kannast ekki við það að þegar hann sér vel hirtan brunahana kemur upp sú hugsun að vel sé staðið að brunamálum. Það eru reyndar samverkandi þættir sem hér eru á ferðinni, þ.e.a.s. ef brunahani er málaður og umhverfi hans aðgengilegt, þá er það ávísun á góða vatnsveitu og gott slökkvilið.

Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarið unnið frábært starf þar sem málun brunahana og lagfæring á umhverfi þeirra er haft að leiðarljósi.


Allir hanar eru málaðir í rauðum og gulum lit þannig að þeir eru mjög áberandi í umhverfi sínu og aðgengilegir fyrir slökkviliðsmenn.

Sveitarfélögin hvert um sig sjá um vatnsveitur og þá um leið að hafa nægjanlegt slökkvivatn.

Slökkviliðsstjóri hefur eftirlit með því að hlutirnir séu í lagi.

Við slökkviliðsmenn erum stoltir af starfi Vatnsveitu Árborgar og hvetjum aðrar veitur að fylgja í kjölfarið.


Lög um brunavarnir

2000 nr. 75 23. Maí,  stendur m.a:

 

III. kafli. Eftirlit og skyldur sveitarfélaga.
 11. gr. Starfsemi slökkviliðs.
 Sveitarfélögum ber að sjá um að nægilegt vatn og vatnsþrýstingur sé fyrir hendi til slökkvistarfs og fyrir sérstakan slökkvibúnað þar sem hans er krafist, t.d. úðakerfi í meiri háttar byggingum. Í sveitarfélagi þar sem vatnsöflun er erfið skal leita annarra lausna til að tryggja nauðsynlegar brunavarnir.

IV. kafli. Slökkvilið og slökkvistarf.
 16. gr. Skyldur slökkviliðsstjóra.
 Slökkviliðsstjóri hefur umsjón með öllum tækjum slökkviliðs og eftirlit með virkni brunahana í umdæminu í samráði við rekstraraðila viðkomandi vatnsveitu.