þriðjudagurinn 30. desember 2014

Flugeldasölur skoðaðar

Eldvarnaeftirlit Brunavarna Árnessýslu og lögreglan hafa skoðað allar flugeldasölur sem starfræktar verða um áramótin.
Tilgangurinn er að kanna hvort söluaðilar hafi uppfyllt kröfur um öryggi fólks sem þangað sækir.
Niðurstaðan þetta árið er að ástandið er "bara gott" eins og Snorri Baldursson, eldvarnaeftirlitsmaður orðaði það.
"Þessir krakkar eru alltaf að verða betri og betri"
það helsta sem skoðað er fyrir utan að kanna öll leyfi er að neyðarútgöngur séu í lagi og meðferð varnings sé lögum samkvæmt.