laugardagurinn 5. júlí 2008

Föstudagsæfing

1 af 4

Yfir sumarmánuðina standa slökkviliðsmenn bakvaktir frá föstudegi til mánudags og var fyrsta helgin í júlí engin undantekning þar á enda ein stærsta ferðahelgi ársins. Í upphafi bakvaktar mæta menn á stöð og þá er haldin æfing þar sem menn fara yfir búnað, vinnubrögð og vinnuferla enda aldrei of sjaldan tekið á hlutunum.
Þessa helgina skoðaði vaktin borholurnar á Selfossi sem standa við BYKO, Húsasmiðjuna og við Gagnveginn. Þá var einnig tekin klippuæfing þar sem ein bifreið var klippt í sundur með tækjabúnaðinum.