föstudagurinn 15. október 2010

Frábært myndakvöld !

Ferðafélagar á Rauða hanann
Ferðafélagar á Rauða hanann
1 af 16
Myndakvöld var á stöðinni á Selfossi í síðustu viku þar sem ferðalangar sem fóru á sýninguna „Rauða hanann" í Þýskalandi sýndu myndir þær sem þau tóku á þessari stóru sýningu.
Rauði Haninn er sýning sem haldin er á fimm ára fresti í Þýskalandi ( Interschutz Der Rode Hahn). Þetta sýning á búnaði fyrir slökkvilið og ein sú stærsta í heimi.

Það er ekki hægt að ímynda sér stærð sýningarinnar, fimm skálar sem hver um sig er 4 X Laugardalshöllin, að auki mikilfenglegt og allt fullt af tækjum og tólum.

Allir framleiðendur björgunarbúnaðar í heiminum kappkosta við að fá inni á sýningunni. Í gegnum tíðina hafa slökkviliðsmenn frá slökkviliðum á Íslandi farið á þessa sýningu og fór hópur manna á sýninguna 2005 og að sjálfsögðu fór stór hópur slökkviliðsmanna á sýninguna núna sem haldinn var 7 - 12 júni s.l. í Leipzig í
Þýskalandi.
Fimm manna hópur fór frá BÁ á vegum Landssambands slökkviliðsmanna.
Aðspurð um það sem þeim þótti merkilegast sem þau sáu á sýningunni kom fram að flotsigti og flotdæla hefði verið áhugaverð nýjung.
En í heildina var þessi sýning glæsileg og mjög margt áhugavert.

Flotdælan umrædda gæti hentað vel fyrir skógarbændur og alla þá sem hafa aðgang að vatni.
Dælan nær upp vatni á allt að 7 sm. grunnu vatnsstæði.

Flotsigtið er einnig áhugavert en það hefur sömu möguleika nema nú er vatninu dælt beð bíl eða lausri dælu.

 

Að sjálfsögðu enduðu ferðalangarnir á vegum LSS kvöldin með því að fara á hverfisbarinn sem staðsettur var við hótelið sem þau gistu á.
Þar hrúgaðist allur karlaskarinn inn ásamt þeim fáu en góðu konum sem voru með í ferðinni.
Karla (pungarnir) litu í allar áttir og skimuðu eftir konum til að horfa á.
Snorri okkar dó ekki ráðalaus, hann brá sér út á götu og tók niður einhverja götuauglýsingu þar sem fönguleg kona var að auglýsa eitthvað merkilegt.
Hann skundaði inn á barinn með myndina og stillti henni upp.
Karlarnir róuðust til muna við þessa björgunaraðgerð.
Þar sem kona þessi gegndi svo veigamiklu hlutverki í þessari ferð, varð að ráði að Snorri tæki konuna með til Íslands og gripi til hennar í neyðartilfellum.
Hún hangir nú í bílskúr í Hveragerði, albúinn í slaginn ef á þarf að halda.

 

Myndakvöldið var skemmtilegt og fróðlegt að talað sé ekki um hollt.
Myndakvöldsstjórnendur buðu upp á gommu af grænmeti sem allir gerðu góð skil.
Takk fyrir frábært kvöld.

 

Texti með myndum sem fylgja:
Myndasmiðir eru ferðalangar.

 1. • Ferðahópurinn: f.h. Snorri Baldursson, Ívar Sigurðsson, Svala Þrastardóttir, Þórir Tryggvason og Grétar Árnason.
 2. • Flotdæla (Upplýsingar um dæaluna hér að neðan)
 3. • Flotdæla ásamt flotsigti sem stendur upp á rönd við súluna.
 4. • Flotsigti á hvolfi. (Tekur upp vatn frá 7 sm. dýpi)
 5. • Mikil hiti var í sýningasölunum, hér leysir ein pían það vandamál. (Til fyrirmyndar)
 6. • Loftblásari af stærri gerðinni, flottur í hitanum. Hér er um froðu  þrýstiloftshreyfil að ræða.
 7. Loftblásari sem nær sennilega að blása á eldinn, eða þannig.
 8. • Væntanlegur varðstjórabíll
 9. • Væntanlegur slökkviliðsstjórabíll
 10. • Japanskur sport-slökkvibíll.
 11. • 120 metar langur körfugálgi.
 12. • Stellið undir körfubílnum langa
 13. • Hér líta menn upp til himins og lata myndavélina fanga atburðinn.
 14. • Skriðdrekinn verður keyptur við tækifæri, hann fer í Árnes.
 15. • Hér eru tveir heiðursmenn með föngulega dömu í fanginu... Snorri og Lárus
 16. Flotdælan í vinnslu í skógi.   Gæti hentað skógarbændum og sumarhúsafólki
 17. -------------------------------------------------------------------------------------------
Upplýsingar um flotdæaluna.
Technical Data:

GPM - Model 20FV-C8 150 GPM @ 10 PSI; 115 GPM @ 50 PSI; 80 GPM @ 75 PSI; 45 GPM @ 100 PSI
GPM - Model 20FP-C8 65 GPM @ 25 PSI; 50 GPM @ 75 PSI; 45 GPM @ 100 PSI; 20 GPM @ 150 PSI
MAX FLOW 150 GPM (20FV-C8); 70 GPM (20FP-C8)
MAX PRESSURE 130 PSI (20FV-C8); 175 PSI (20FP-C8)
Engine U. S. Motor Power single cylinder; two cycle gas
Starting Water resistant solid state ignition
Impeller 4-3/4" bronze enclosed
Suction Open Port 2"
Discharge 1-1/2" NST Male
Priming Exclusive auto prime system works without suction hose
Dimensions 27-1/4" x 20" x 16"
Weight 49 pounds