föstudagurinn 17. júlí 2015

„Frábært slökkvilið“

Svona leit reykurinn út frá heimili fréttamannsins Þorláks Helgasonar
Svona leit reykurinn út frá heimili fréttamannsins Þorláks Helgasonar "fyrir utan á"

Í Selfossblaðinu sem Þorlákur Helgason gefur út kom um daginn grein sem yljaði okkur slökkviliðsmönnum um hjartað.
Það er alltaf gott fyrir okkur að fá umfjöllun sem þessa:
----------------------------------------------------------------
„Frábært slökkvilið“

Tókst að forða frekara tjóni. Stutt í íbúðabyggð.


Bruninn 7. júní sl. í SET á Selfossi situr í fólki. Gífurlegureldur braust út en það tókst að ná tökum á eldinum á undraskömmum tíma.  Kolsvartan reykinn lagði yfir svo að byrgði sýn.


Bregsteinn Einarsson forstjóri segir að farið sé yfir alla þætti:

„Atburður sem þessi kallar á enn frekari öryggisráðstafanir af okkar hálfu. Fyrirtæki okkar hefurverið með starfsemi við Eyraveg

og Gagnheiði í tæpa fimm áratugi og á þeim tíma hafa íbúðahverfi risið umhverfis svæðið um leið og starfsemi okkar hefur yfirtekið fleiri byggingar og iðnaðarlóðir á svæðinu. Okkur var úthlutað nýrri lóð á Sandvíkurmelum rétt fyrir efnahagshrunið 2008 og áform um flutning voru lögð til hliðar eftir að við urðum fyrir miklum samdrætti í kjölfar hrunsins.

Mikil mildi var að ekki fór verr í brunanum 7. júní og fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir enn frekara tjón. Nú er verið að fara

yfir alla þætti málsins og þær varnir sem tiltækar eru. Frábært slökkvilið Brunavarna Árnessýslu hefur öðlast mikla reynslu og færni í átökum við efnaeldana á athafnasvæði okkar og þeim tókst nú á ótrúlega skömmum tíma að forða enn frekara tjóni.“

ÞHH