Friðrik Sigurðsson ÁR 17
Friðrik Sigurðsson ÁR 17
1 af 6
Brunavarnir Árnessýslu eru ágætlega búið lausum dælum, en þær eru flestar nokkuð stórar og ómeðferðilegar þegar koma þarf þeim ofaní skip. Dæling með dælum slökkvibíls, föstum dælum, er oft ekki mögulegur þar sem leggja þarf oft á tíðum langa leið og þá langt niður í skipið sem dæla þarf úr. Þá reynist soghæðin of mikil og árangur verður lítill.
Setja þarf upp dælu sem næst vatninu sem dæla á og þrýsta því upp.
Þetta var gert í Frikkanum og komu margar og þjálfaðar hendur að því verki í Þorlákshöfn.
Slökkviliðið áformar að koma sér upp betri búnaði til að fást við verkefni sem þetta er, þ.e.a.s. að dæla upp úr skipum, en það er verkefni sem kemur nokkrum sinnum inn á verkefnaskrá slökkviliðsins.
Öflugar djúpvatnsdælur, rafdryfnar, eru sennilega hentugastar verkefnið. Samfara þeim þarf barka og slöngur og öfluga rafstöð.

Dælingin í Frikkanum tókst vel og rétti skipið sig af fljótlega eftir að dæling hófst. Þarf ekki að orðlengja það að ef skipið hefði farið niður hefði orðið milljóna tjón. Slökkviliðsmenn voru menn á réttum stað og réttum tíma þegar kallið kom og björguðu málinu snarlega.
Ástæða þess að skipið fékk inn á sig sjó má víst rekja til krana sem átti að  vera lokaður, eða öfugt.
Svona getur bara gerst.
Ljósmyndir eru teknar af Guðmundi Smára Tómassyni, varðstjóra BÁ.
(Nema fyrsta mynd)

Til gamans skoðum við sögu Frikkans sem má finna í ritinu Bátar og skip;
 

Friðrik Sigurðsson ÁR 17 smíðaður í Stálvík árið 1969. nýr hét hann Halldór Sigurðsson SK 3, báturinn er óbreyttur á myndinni utan þess að hann er lengdur þarna en það var gert árið 1974, Það er greinilegt að þarna er hann á reknetum enda leynir hristarinn sér ekki þarna á dekkinu en myndina tók ég árið 1985, um tíma hét báturinn Jóhann Friðrik ÁR 17 en fékk svo aftur sitt fyrra nafn sem hann ber enn þann dag í dag. Friðrik Sigurðsson ÁR er örugglega búin að skila sínu í þjóðarbúið og vel það.

Heimild: Bátar og skip.