Pétur Pétursson þriðjudagurinn 17. nóvember 2015

Froðu og stigaæfing á Flúðum 12.11.2015

1 af 4

Síðastliðið fimmtudagskvöld héldu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Flúðum æfingu í meðförum stiga við björgunarstörf og froðu sem slökkvimiðils. Notkun stiga við björgunarstörf getur verið virkilega krefjandi þar sem snarra og öruggra handtaka er yfirleitt þörf og því ekki vanþörf á að skerpa á þekkingu sinni þar. Notkun froðu sem slökkvimiðils er mjög mikilvæg. Slökkvifroða er afa öflugt verkfæri í baráttunni við eld við ákveðnar aðstæður og til þess að tryggja vettvang í ákveðnum aðstæðum. Froða var tildæmis notuð sem slökkvimiðill við slökkvistarfið í set í júní síðastliðnum með góðum árangri.