Í morgun fór fram fundur um húsnæðismál nýju slökkvistöðvarinnar sem nú hyllir undir að við förum í.
Ákveðið var að halda fundinn í skrifstofu Péturs varaslökkviliðsstjóra sem er staðsett fram í geymslu í gömlu stöðinni að Austurvegi 52 Selfossi.
Þetta var gert til að auka enn frekar á víðáttubrjálæðistilfinninguna sem við eigum eftir að verða fyrir þegar komið verður í nýja húsið.
Núverandi skrifstofa Péturs er ca. 3 fermetrar.
Fyrir voru tveir gestir hjá Pétri og tóku þeir þátt í fundinum. Fundurinn fór vel, menn nálguðust hver annan og umræður voru innilegar.
Eftir fundinn var farin könnunarferð í nýja húsið. Þar voru iðnaðarmenn í hverju rými og mikið að gera.
Húsið er óðum að taka á sig lokamynd.